Um það að leita nýrra leiða…


Greining á fræðsluþörfum gengur út á það að greina gögn sem aflað er á ymsan hátt, í leit að lausnum á einhverjum (frammistöðu)”vanda” innan skipulagsheilda. Stundum getur verið gott að skoða önnur gögn, eða að skoða þau í nýju ljósi…
Í þessum fyrirlestri með Gary Slutkin: “Let’s treat violence like a contagious disease” notar hann gögn sem hann notaði áður á ákveðinn hátt, á nýjan hátt og tekst á vanda á alveg nýjan hátt.

3 thoughts on “Um það að leita nýrra leiða…

  1. Já og það sem mér þótti svo merkilegt er þegar menn fara að nota gögn og kenningar sem eru viðurkennd í einum geira og prófa þær á annan með góðum árangri. Network Theory er annað dæmi um það þegar sama kenning getur skýrt og sagt fyrir um þróun mála á ólíkum sviðum tilverunnar; þróun internetsins, dreifingu sjúkdóma og hegðun atóma í lausn!
    Þá fer ég að velta fyrir mér… hvað ef við færum að nota einhverjar óvæntar kenningar og aðferðir í menntageiranum… hvað ætli gæti gagnast okkur þar?

    1. Þetta er mjög áhugaverður fyrirlestur. Við notum þetta orðalag oft t.d. að eitthvað sé smitandi, mér dettur í hug sjálfsvíg ungmenna, grasreykingar þeirra o.s.frv. Þarna er gengið alla leið í að skoða þetta vandamál …og finna lausn. En að yfirfærslu kenninga eða aðferða frá einu til annars. Nú er mikil áhersla á hermiþjálfun í heilbrigðisgreinum. Í raun er þetta yfirfærsla á leikjum barna… þau eru jú að leika sér og setja sig í spor… en það er einmitt það sem er gert í herminámi.

Leave a Reply