Reynsla, hæfni og vinnustaðanám

Viðfangsefni greinarinnar Experience, competence and workplace learning“ tengist bæði þema námskeiðsins um vinnustaðanám og hæfni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf starfsmanna sex fyrirtækja í Finnlandi til mikilvægi starfsreynslu við að þróa með sér starfstengda hæfni. Lykilhugtök sem unnið var með í rannsókninni voru reynsla, hæfni og vinnustaðanám. Niðurstöður gefa til kynna að starfsfólk lítur á reynslu sem lykilþátt við mótun starfstengdrar hæfni þeirra til að gegna starfi sínu. Reynsla spilar lykilhlutverk í þróun hæfni starfsfólks, líka meðal þeirra sem eldri eru og reyndir í starfi.

Mér þótti framlag greinarinnar í samhengi við það sem við höfum verið að takast á við á námskeiðinu helst felast í dýpri skilning á umfjöllun um hæfni. Mér þóttu umfjöllun í inngangi um þá fordóma sem fólk mætir á vinnumarkaði áhugaverðir og í samhengi við umræðuna hér á landi. Hinsvegar kom það skemmtilega á óvart að starfsmenn litu sjálfir á aldur sem jákvæðan þátt við þróun starfstengdrar hæfni.

Það má því ætla að mikilvægi reynslu, bæði lífsreynlsu og starfsreynslu við eflingu starfstengdrar hæfni ýti undir það viðhorf að eldri starfsmenn búi yfir mikilvægri reynslu sem efli starfstengda hæfni þeirra. Einnig benda niðurstöður til þess að eldra starfsfólk „staðni“ ekki í starfi í jafn miklu mæli og áður var haldið fram, heldur haldi áfram að efla hæfni sína út alla starfsævi sína. Þetta helst síðan í hendur við mikilvægi þess að horfa á ævinám sem mikilvægan þátt í þróun og eflingu vinnumarkaðarins og fyrirtækja og stofnanna innan hans. Þetta þurfa fagmenn síðan að hafa í huga þegar þeir bæði greina fræðsluþarfir, skipuleggja námskeið fyrir fullorðna eða meta árangur fullorðinsfræðslu. Greinin opnaði augu mín á nýjan hátt varðandi hversu flókið er að skilgreina eflingu og þróun starfstengdrar hæfni. Ekkert á sér stað í tómarúmi og má skilgreina vinnustaði sem lítil þekkingarsamfélög þar sem einstaklingsbundin sem og starfstengd reynsla starfsmanna leiðir til eflingar hæfni þeirra í flóknu sambandi hver við annan.

Ritrýnina má nálgast hér

2 thoughts on “Reynsla, hæfni og vinnustaðanám

  1. Finnar eru greinilega mikið að spá í hæfni, en ég er einmitt líka með umfjöllun um grein sem ég ætla að birta nú á eftir. Það er auðvitað ekki alveg tilvijun að við leitum til Finnanna, einhvern veginn finnum við samhljóm með þeim þrátt fyrir að tungumálin séu svona ólík.

Leave a Reply