Hugmyndir að verkefnum

Hot Work In Progress

Hér eru nokkrar hugmyndir

Raunveruleg þarfagreining: 50%

Vinnið þarfagreiningu fyrir fyrirtæki eða stofnun, fyrir eigin stofnun eða fyrirtæki sem Hróbjartur kemur ykkur í samband við.

Verkefnið snýst um að vinna þarfagreiningu í tengslum við verkefni eða vanda sem fyrirtækið þarf að takast á við eða í tengslum við hæfniþróun eða starfsmannaþróun í ákveðinni deild eða meðal afmarkaðs hluta starfsmanna.

Málið er að skilgreina verkefnið, velja verkfæri til að afla upplýsinga, greina upplýsingarnar og setja fram hugmyndir til lausnar.

Niðurstaðan verður skýrsla og trúlega kynning á niðurstöðunni á viðkomandi vinnustað. (Við ræddum þetta ekki en ég hef grun um að “verkkaupar” vilji fá munnlega kynningu á niðurstöðunum.

Skýrslan þarf að gera grein fyrir ferlinu. Hún þarf að innihalda rökstuðning á vali á verkfærum, útlistun á niðurstöðum og greiningu á þeim og sem bein afleiðing af greiningu gagnanna tillögur um aðgerðir.

Þar sem þetta er stærsta verkefni námskeiðsins – er það líka tækifæri til að auka þjálfun sína í öllum formlegum hliðum fræðilegra skrifa: Öll útlitsmótun ritvinnsluskjala, skipuleg og snyrtileg uppbygging texta, meðhöndlun heimilda; tilvitnanir, tilvísanir og heimildaskrár.

Hver gerir hvað?

Bjargir

Útbúa verkfærakistu og handbók: 20%

Nemendur vinna saman að því að útbúa verkfærakistu á vef námskeiðsins. Um er að ræða Wiki (vef þar sem ýmsir koma að ritun, og er Wiki-inn opinn öllum sem eru skráðir notendur á vefnum “namfullordinna.is” – þó litlar líkur séu á að aðrir fari að skipta sér af skrifunum.

Verkefnið snýst um að nemendur vinni saman tveir og tveir að því að skrifa fjórar síður á Wiki námskeiðsins

  • Tvær í verkfærakistu fyrir þarfagreiningu og tvær fyrir drög að Handbók um þarfagreiningu.
    Í verkfærakistuna útbýr hver hópur lýsingu á tveimur aðferðum sem gagnast við gagnaöflunar við þarfagreiningu.
  • Í handbókina skrifar hver hópur eina lýsingu á tilteknu módeli í þarfagreiningu og eina síðu um sjálfvalið efni sem þeim finnst eiga við og vera gagnlegt hverjum þeim sem hyggur á að vinna þarfagreiningu tengda vinnu tengda frammistöðu, gæði, starfsþróun eða fræðslu.

Bjargir

Bókarýni: 10%

Lesið bók sem fjallar um eitthvert þema námskeiðsins og skrifið bókadóm um bókina. Lesið um ritun bókadóma á netinu. Finnið leiðbeiningar um ritun bókarýni í einhverju fræðilegu tímariti um hvernig ritstjórar þess ætlast til að fólk skrifi og skili bókadómum. Veljið fyrirmæli frá einu tímariti, farið eftir þeim og setjið tilvísun í fyrirmælin neðst í bókarýnina. Nýtið síðan það að þið eruð á námskeiðið og eruð að vinna með fleirra fólki, fáið kollega úr námskeiðinu til að lesa og gagnrýna… hjálpist að við prófarkalsetur.

  • Vistið síðan bókadóminn í sérstakt form á vefnum sem ég vona að verði komið upp í tæka tíð. … annars setjið þið bókadóminn í skilasvæðið og merkið með categoríunni: Bókarýni

Seminar verkefni: 15%

Kynnið eitt af sjö þemum námskeiðsins á eftirmiðdagsfundi eða staðlotu. Vinnið stutta kynningu t.d. með PowerPoint, Prezi eða Mindmanager… verið undirbúin undir að flytja kynninguna og að koma umræðum af stað og stýra þeim.

Sjálfsmat: 5%

Gerðu grein fyrir markmiðum þínum á námskeiðinu og berðu þau saman við markmið námskeiðsins, hvað þú gerðir til að ná markmiðunum og hvernig til tókst. Textinn ætti að vera 1 – 2 blaðsíður A4 og skjalið vistað á PDF formi

  • Námsmat: Gæði rökstuðnings(85%), frágangur (15%)
  • Skilist í tölvupósti til Hróbjarts fyrir 12. Desember 2015

2 thoughts on “Hugmyndir að verkefnum

  1. Hér koma hugmyndir mínar að þeim verkefnum sem ég vill vinna;

    Þátttaka (10%) – viðvarandi

    Seminar Verkefni (25%) – Þema 3. Grunnatriði Þarfagreiningar (Kynning 8. ókt, lokaskil á texta (skýrsla, blogg, handbók) inn á vef 12. nóv)

    Kynning á ritrýndri grein (10%) – Skil 22. ókt.

    Raunveruleg þarfagreining (50%) – skil 3. des

    Sjálfsmat (5%) – skil 12. des.

  2. Mínar hugmyndir að verkefnum í þessu námskeiði:

    Þátttaka (10%) – viðvarandi, skil á stuttri þátttökuskýrslu í tölvupósti til kennara eigi síðar en 2. okt., 2. nóv. og 2. des.

    Seminarverkefni (25%): Grunnatriði þarfagreiningar (unnið með Elínu Oddýju); kynning 8. okt. og lokaskil á texta inn á vef 12. nóv.

    Bókarýni/rannsóknargrein (10%): á eftir að velja bók/grein; skil 26. okt.

    Raunveruleg þarfagreining (50%): skil 3. des.

    Sjálfsmat (5%): skil 13. des.

Leave a Reply