Þegar menn sleppa þarfagreiningunni….

Þessi kona notar tilraunir – næstum því – í staðinn fyrir þarfagreiningu… En þó ekki alveg.

Mér datt í hug að benda ykkur á þetta erindi af því að hér fer vissulega fram heilmikil greiningarvinna, EN svo er rokið í framkvæmdir – til bráðabirða – til þess að sjá viðbrögðin, taka svo ákvörðun um framhaldið.

Í markaðsfræðinni tala menn mikið um “A/B testing” þar sem menn skipta þeim sem heimsækja vefsíður í tvo hópa og mæla svo muninn á viðbrögðunum við sitt hvorri vefsíðunni. Hér mála menn götur og prófa í nokkra mánuði og mæla hvað gerist. Kanski ætti maður að gera það oftar í fræðslugeiranum… bara kýla á það og prófa…. hvað segið þið?

6 thoughts on “Þegar menn sleppa þarfagreiningunni….

 1. Já, tilraunir en eru ekki allt sem við gerum, tillögurnar í þarfagreiningunni, tilraunir?
  Það er auðvitað allt frábært við það sem þarna er að gerast, göngustígar, torg, stólar, hjólastígar og hjól, – minni mengun, meira öryggi….
  Á svo ekki að meta niðurstöður og koma með nýjar áætlanir til að bæta um betur?

 2. Fyrst það er hægt að breyta og betrumbæta Times Square er þá ekki allt mögulegt? Mér finnst þetta tengjast þarfagreiningunni heilmikið því þar skoðum við þörfina og ætlum að vinna út frá henni. Við þurfum held ég líka að þora að gera tilraunir, þora að vera óhrædd við að fara nýjar leiðir í kennslunni. Hér komum við einnig inn á framtíðarsýnina, að sjá mögulegar útkomur fyrir, það er eitthvað sem við þurfum að gera sem kennarar. Þessi kona og hennar samstarfsfólk þorði að gera tilraunir til að bæta Times Square og þetta lukkaðist sem er auðvitað frábært. Þau unnu ákveðna greiningarvinnu áður, framkvæmdu og mátu svo niðurstöður. Þetta tengist okkar vinnubrögðum.

  1. Þetta eru skemmtileg vinnubrögð og lykillinn hjá þeim var að prófa sig áfram en að gera ekki endanlegar og kostnaðarsamar breytingar – þau leyfðu hlutunum líka að gerast hægt og vissu að ekki yrðu alveg allir ánægðir. Ég held að í fræðslumálum sé alltaf verið að leita að hinni einu sönnu lausn. Dæmi: Tölvunotkun í kennslu barna. Þessa dagana er verið að segja frá rannsóknum sem sýna svo að tölvur eru ekki endilega málið. Við þurfum líka að virða reynsluþekkingu en ekki bara hlaupa á allar nýjungar og helst að útiloka gömlu aðferðirnar, sem voru þó búnar að virka í langan tíma.

  2. Já þarfagreiningin fólst kannski frekar í að sjá vanda (mikil umferð, slys, mengu) og setja sér skýr markmið (minnka umferð, auka umfang hjólandi og gangandi) og finna síðan lausnir á því. Þetta eru tilraunir sem byggja þó á reynslu t.d eru rannsóknir sem sýna að ef maður fjölgar hjólastígum fjölgar hjólreðafóki i kjölfarið en ekki öfugt.

 3. Hér er viðtal við ungan mann sem var þátttakandi í átakinu “Menntun núna” í Gerðubergi og FB. Fræðsluþarfagreiningí Breiðholti hefur greinilega sýnt þörfina fyrir námsbrautir og námskeið sem miðuðu að því að einfalda fólki að fara aftur í nám. Markmiðið var að auka lífsgæði fólks með þessu námsframboði. Þessi ungi Breiðhyltingur segir frá reynslu sinni af þessari menntun og hvernig Fab lab opnaði nýjan heim fyrir honum: http://hvunndagshetjur.is/fab-lab-opnadi-huga-minn/

Leave a Reply