Hér er rýni á rannsóknargrein í pdf formi:
Professional competence of practising nurses
Blogg um greinina.
Professional competence of practising nurses heitir grein eftir finnska rannsakendur sem heita Olivia Numminen, Riitta Meretoja, Hannu Isoaho og Helena Leino-Kilpi, slóð á greinina er hér.
Fagleg hæfni hjúkrunarfræðings vísar í þessari grein til þekkingar, viðhorfa, færni og gilda hans. Það er greinilega erfitt að meta hæfni í flóknum störfum, en getur verið mjög mikilvægt þegar meta þarf hvort einstaklingur er hæfur til að vinna tiltekin störf.
Það er áhugavert að samkvæmt skilgreiningunni hafa viðhorf og gildi áhrif á hæfni. Það þýðir að margt hefur áhrif, t.d. umræðan í samfélaginu og gildi sem nemendur læra í skóla. Það þýðir því ekki að þjálfa fólk bara í verklegum störfum….þannig nær það ekki góðri hæfni. Þetta er mikilvægt að hafa í huga, t.d. þegar það virðist freistandi að stytta nám í greinum sem vantar starfsfólk.
Með kveðju, Eygló.
Áhugavert, skoða þetta nánar. Mér þykir vera mikið til af rannsóknum meðal hjúkrunarfræðinga þegar maður leitar af competence og workplace learning á gagnagrunnum, greinilega mikil gróska!