Náms-menning á vinnustaðnum

image

Hvernig er hægt að stuðla að lifandi námsmenningu á vinnustaðnum? Hvað gerum við best til að stuðla að stöðugri starfs þróun samstarfsfólks okkar? Ætli þetta séu ekki spurningar sem margir stjórnendur og starfsfólk fræðslu- og mannauðsdeilda spyrja sig oft!
Þegar við viljum styðja við nám og starfsþróun fólks fer vel á því að nýta það sem kenningar og rannsókir (bæði innlendar og erlendar) hafa sýnt. En það er að fullorðnir læra best þegar námsefnið tengist beint verkefnum sem þeir standa frammi fyrir og þeir sjálfir geta haft áhrif á – eða stýrt. Slíkt getur tekið á sig mörg form og margar leiðir eru fýsilegar. Ég sá eina slíka í fréttabréfi sem ég fékk í morgun. Þar segir frá fyrirtæki sem staðsetti námið á þeim stöðum sem vinnan fer fram, starfsfólkið sjálft hefur áhrif á hvað og hvernig það lærir og upp til hópa er það Innanhússfólk sem kennir, leiðbeinir, styður og hvetur, t.d. í gegnum starfsamfélög, gæðahópa, menntora- eða markþjálfa sambönd.
Sjá fréttablaðið hér:

One thought on “Náms-menning á vinnustaðnum

  1. Þetta er áhugaverð grein og sýnir að með því að aðlaga / flytja námið til þeirra sem það á að nýtast virðist reynast mjög vel. Það er ekki bara verið að flytja námið til þeirra sem það þurfa heldur virðst það jafnframt skapa betri samstarfsanda og stuðla að aukinni samvinnu starfsfólks.

Leave a Reply