Reply To: Fyrstu viðbrögð…

Home Forums Umræðusvæði um Handbókina Fyrstu viðbrögð… Reply To: Fyrstu viðbrögð…

#335

Ég er búin að lesa handbókina og finnst hún mjög áhugaverð og praktísk. Ég get tekið undir það sem kemur fram í inngangi að það er algengt að fyrirtækjum standi til boða „tilbúin“ námskeið sem ekki endilega uppfylla það sem fyrirtæki eru að leita eftir. Mín reynsla er sú að það þarf að skilgreina vel fyrir fræðsluaðilum hvað fyrirtæki þarf; oftar en ekki er hægt að byggja á einhverju sem fræðsluaðili á tilbúið en mér finnst mikilvægt að það sé aðlagað að viðkomandi fyrirtæki.
Umfjöllun um „Jacks of all trades“ finnst mér áhugaverð, það er mikilvægt að átta sig á þeim hlutverkum sem fræðsluaðili er/getur verið í og hvenær er nauðsynlegt að greina á milli þeirra. Ég held að „köngulóarvefurinn“ á bls. 20 geti nýst vel og er einföld leið til að átta sig betur á hlutverki sínu, hvar maður er að gera vel og hvar eru tækifæri til að bæta sig.
Mér finnst handbókin aðgengileg; sumar aðferðir kannast ég við af eigin reynslu eða hef séð aðra nota. Það er auðvelt að finna einstakar aðferðir í bókinni og leiðbeiningar um hvar er hægt að lesa meira um ákveðna þætti eða aðferðir eru skýrar. Mér finnst bókin skýra vel að maður þarf að setja sig í stellingar eftir verkefnum hverju sinni og ekki síst að taka tillit til þess hóps sem unnið er með. Ég held að oft sé maður fastur í þeim aðferðum sem maður hefur tileinkað sér og ég mætti án efa vera duglegri að prófa aðrar aðferðir, ekki alltaf nota þá einföldustu.