Reply To: Fyrstu viðbrögð…

Home Forums Umræðusvæði um Handbókina Fyrstu viðbrögð… Reply To: Fyrstu viðbrögð…

#338

Handbókin gefur gott yfirlit yfir þær aðferðir sem hægt er að beita við þarfagreiningu. Á meðan ég las í gegnum handbókina reyndi ég að spegla sjálfa mig í henni, sem verkefnisstjóra NaNO. Í handbókinni – sérstaklega í kaflanum A New Role – eru lagðar fram nokkrar spurningar til lesandans sem mér fannst gott að staldra við og reyna að svara því þetta eru einmitt spurningar sem æskilegt er að velta fyrir sér og svara áður en haldið er lengra.

Verkfærakistan er mjög góð og ég hlakka til að kafa nánar ofaní greiningu á hæfni því það held ég að sé þáttur sem mikilvægt er að greina meðal kennara svo hægt sé að sníða námskeið sem markvisst eflir þá faglega.
Við mat, hvort sem það er námsmat (sem ég þekki vel) eða mat á fræðsluþörfum er mikilvægt að velja leiðir sem henta best hverju sinni og gefa sem raunsæjasta mynd. Þar finnst mér verkfærakistan koma sterk inn, örstutt lýsing á nokkrum leiðum sem hægt er að fara, kostum þeirra og göllum og ábendingar um hvar er hægt að finna ítarlegri útlistanir á aðferðunum.
Bjó mér til smá yfirlit yfir verkfærin í kistunni:
MindMap_Toolbox