Frammistöðugreining – blogg um fyrirlesturinn okkar Brynhildar og Ólafar.

Home Forums Um First Things Fast Frammistöðugreining – blogg um fyrirlesturinn okkar Brynhildar og Ólafar.

Viewing 1 post (of 1 total)
  • Author
    Posts
  • #378
    Eygló Ingadóttir
    Participant

    Mikilvægt er að hugsa um frammistöðugreiningu sem kerfisbundna greiningu á frammistöðu sem gerð er út frá nokkrum sjónarhornum. Í slíkri greiningu er spurt hvað ætti að vera að gerast og af hverju og hvernig er hin raunverulega staða núna. Með því að skoða muninn þarna á milli eru komnar vísbendingar um t.d. fræðsluþarfir sem þarf að sinna.

    Frammistöðugreiningu getur verið mjög gott að gera fyrir greiningu á fræðsluþörfum en það er ekki nauðsynlegt. Talað er um tvenns konar upplýsingar í frammistöðugreiningu, þ.e. stefnu (directions) og hvata (drivers). Upplýsingar sem tengjast stefnunni vísa til þess sem við viljum ná og hvar við erum. Upplýsingar sem tengjast hvata vísar til þess sem hvetur eða aðstoðar góða frammistöðu og hvað getur gert það í framtíðinni. Hvatarnir skilgreina lausnina, segja okkur hvað við þurfum að gera núna og á næstunni.

    Til eru fjórar gerðir af hvötum en það eru:
    1. Hæfni, þekking og upplýsingar 2. Áhugahvöt (motivation), 3. Umhverfið, tækni og ferlar 4. Hvatning og menning.

    Tilfefni til frammistöðugreiningar er t.d.: 1. Verið er að innleiða nýjungar 2. Vandamál sem þarf að leysa 3. Starfsþróun 4. Stefnumótun (Strategy development).

    Það fer eftir tilefninu hvernig frammistöðugreiningin er skipulögð. Alls konar aðferðir eru notaðar við frammistöðugreiningu og má þar nefna viðtöl og fókusgrúbbur, fylgjast með starfsmönnum (Observation) og kannanir.

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.