Home › Forums › Umræðusvæði um Handbókina › Fyrstu viðbrögð…
- This topic has 4 replies, 5 voices, and was last updated 9 years, 2 months ago by Tina.
-
AuthorPosts
-
September 14, 2015 at 10:30 pm #313Hróbjartur ÁrnasonKeymaster
Segið okkur aðeins um það hvernig ykkur fannst að lesa handbókina okkar Stig
September 24, 2015 at 1:22 pm #327Elín Oddný SigurðardóttirParticipantÉg var að klára fyrstu yfirferð yfir handbókina. Í fyrsta lagi finnst mér hún mjög praktísk skýr og veluppsett. Umræðan um þarfagreiningu og mikilvægi hennar er gott nesti í framhaldið sem og það mikla “púður” sem fer í að ræða mikilvægi tengslamyndunar við fyrirtæki/stofnanir þetta er sennielga vanmetin þáttur í starfi þarfagreinirs. Einng er gott að velta fyrir sér fyrirtækjamenningu og siðferilegum álitamálum eins og hlutleysi úttektaraðila eins og gert er í handbókinni. Eins sú staðreynd að allt of algengt sé að sú fræðsla sem stendur til boða endurspegli ekki endilega raunverulegar þarfir fyrirtækisins.
September 27, 2015 at 11:44 am #335Hildur A. ÓlafsdóttirParticipantÉg er búin að lesa handbókina og finnst hún mjög áhugaverð og praktísk. Ég get tekið undir það sem kemur fram í inngangi að það er algengt að fyrirtækjum standi til boða „tilbúin“ námskeið sem ekki endilega uppfylla það sem fyrirtæki eru að leita eftir. Mín reynsla er sú að það þarf að skilgreina vel fyrir fræðsluaðilum hvað fyrirtæki þarf; oftar en ekki er hægt að byggja á einhverju sem fræðsluaðili á tilbúið en mér finnst mikilvægt að það sé aðlagað að viðkomandi fyrirtæki.
Umfjöllun um „Jacks of all trades“ finnst mér áhugaverð, það er mikilvægt að átta sig á þeim hlutverkum sem fræðsluaðili er/getur verið í og hvenær er nauðsynlegt að greina á milli þeirra. Ég held að „köngulóarvefurinn“ á bls. 20 geti nýst vel og er einföld leið til að átta sig betur á hlutverki sínu, hvar maður er að gera vel og hvar eru tækifæri til að bæta sig.
Mér finnst handbókin aðgengileg; sumar aðferðir kannast ég við af eigin reynslu eða hef séð aðra nota. Það er auðvelt að finna einstakar aðferðir í bókinni og leiðbeiningar um hvar er hægt að lesa meira um ákveðna þætti eða aðferðir eru skýrar. Mér finnst bókin skýra vel að maður þarf að setja sig í stellingar eftir verkefnum hverju sinni og ekki síst að taka tillit til þess hóps sem unnið er með. Ég held að oft sé maður fastur í þeim aðferðum sem maður hefur tileinkað sér og ég mætti án efa vera duglegri að prófa aðrar aðferðir, ekki alltaf nota þá einföldustu.September 28, 2015 at 9:50 pm #338Ester Ýr JónsdóttirParticipantHandbókin gefur gott yfirlit yfir þær aðferðir sem hægt er að beita við þarfagreiningu. Á meðan ég las í gegnum handbókina reyndi ég að spegla sjálfa mig í henni, sem verkefnisstjóra NaNO. Í handbókinni – sérstaklega í kaflanum A New Role – eru lagðar fram nokkrar spurningar til lesandans sem mér fannst gott að staldra við og reyna að svara því þetta eru einmitt spurningar sem æskilegt er að velta fyrir sér og svara áður en haldið er lengra.
Verkfærakistan er mjög góð og ég hlakka til að kafa nánar ofaní greiningu á hæfni því það held ég að sé þáttur sem mikilvægt er að greina meðal kennara svo hægt sé að sníða námskeið sem markvisst eflir þá faglega.
Við mat, hvort sem það er námsmat (sem ég þekki vel) eða mat á fræðsluþörfum er mikilvægt að velja leiðir sem henta best hverju sinni og gefa sem raunsæjasta mynd. Þar finnst mér verkfærakistan koma sterk inn, örstutt lýsing á nokkrum leiðum sem hægt er að fara, kostum þeirra og göllum og ábendingar um hvar er hægt að finna ítarlegri útlistanir á aðferðunum.
Bjó mér til smá yfirlit yfir verkfærin í kistunni:
September 30, 2015 at 10:51 am #343TinaParticipantI enjoyed reading the handbok as well because it is quite easy to read and very practical. I think when it comes to a lot of offered methods I always had the feeling that I have to try them myselves to find out if they fit me or not. Not every method is suitable to everyone. I can never use methods that I don’t like myself because they don’t work then 😉
I’m still thinking about our several & different roles as educators and liked the questions in the handbok to find out where I am standing at the moment and where I might have to learn more or make more experiences. I also think that self reflection is a very important point during the whole process of an analysis and that it is important to calculate time for that. For oneself and also for/with the team I’m working with.
Last but not least I feel comfortable with the approach. It looks at the whole problem with all concerned parties, searching strategically for the gap/problem and create a solution that lasts. It’s repairing the wall and not giving it only a new colour. It’s solving the cause and not only the superficial problem. The economy needs more of this 😉 -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.