Til að bæta frammistöðu

Home Forums Almennar umræður um Þarfagreiningu Til að bæta frammistöðu

Viewing 1 post (of 1 total)
  • Author
    Posts
  • #352
    Eygló Ingadóttir
    Participant

    Heil og sæl. Ég fór á ótrúlega áhugaverðan fyrirlestur í morgun um frammistöðu starfsmanna. Fyrirlesari er Gestur K. Pálmason lögreglumaður og stjórnendaþjálfari hjá Complete Coherence í Bretlandi, sjá: http://www.complete-coherence.com/
    Gestur talaði um hvað myndi hvetja til góðrar frammistöðu í starfi og hvað ekki. Hann vitnaði t.d. í rannsókn MMR sem sýndi að 25% starfsmanna á Íslandi væru óvirkir í starfi eða ynnu gegn markmiðum vinnuveitenda.
    Hann sagði að léleg stjórnun og slæleg ákvarðanataka væru mjög algeng í fyrirtækjum. Við búum nú í mjög síbreytilegu umhverfi, þar sem þekking tvöfaldast á mun styttri tíma en áður og það gerir allt umhverfi stjórnenda (og annarra) mjög flókið.
    Hann sagði frá frammistöðulíkani sem Complete Coherence byggir á en það er hægt að sjá í Ted fyrirlestri (part 1) sem er á fyrrnefndri síðu. Frammistaða byggir á hegðun, en það er lítið mál að fylgjast með hegðun og það er alltaf verið að gera það. Hugsun hefur mikil áhrif á hegðun, líðan hefur áhrif á hugsanir og svo framvegis. Það eru því mörg lög sem þurfa að vera í lagi til þess að bæta frammistöðu og við fáum stanslausar upplýsingar um sem hafa áhrif á allt heila kerfið. Til þess að hafa bein áhrif á lífeðlisfræðina er m.a. bent á öndunartækni, sem aðstoðar okkur við að ná tökum á ástandi okkar…… Þetta er semsagt mjög áhugaverð nálgun á því hvernig hægt sé að hafa áhrif á frammistöðu okkar sjálfra og einnig starfsmanna.

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.