1. staðlota á fimmtudag og föstudag

Við hittumst á staðlotu á fimmtudag og föstuag í Stakkahlíð í stofum: : K206 (fim)og K205 (fös) kl. 15-18:10 

Reiknið með að intensífri vinnu í þrjá klukkustundir hvorn dag fyirir sig. OG reiknum með skemmtilegri og ánægjulegri samvinnu 🙂

Svona hef ég skipulagt dagskránna, en þið munið geta haft áhrif á hana.

Staðlota-1-Þarfagreining-2015

Markmið staðlotunnar er að við náum að skapa okkur sameiginlega sýn á viðfangsefni námskeiðsins, náum að kynnast það vel að við getum unnið saman á vefnum og semjum um það hvernig við vinnum saman á námskeiðinu.

Við munum byrja á því að átta okkur á verkefninu “Greining námsþarfa” samhengi þess og hlutverki. Þá munum við reyna að átta okkur á markmiðum ykkar þátttakendanna, gagnlegum og nauðsynlegum þemum til að ná valdi á viðfangsefninu og svo ræðum við um leiðir til að ná markmiðum námskeiðsins og markmiðum ykkar. Það hefur áhrif á það hvaða verkefni verða unnin og hvernig við vinnum saman á misserinu.

Ég hlakka mikið til að hitta ykkur (aftur) og vinna með ykkur.

Það er tilvalið að mæta aðeins fyrr… taka þátt í að raða upp í stofunni og ná sér í kaffi, áður en kaffistofan lokar 😉

Ekki gleyma að kíkja á Facebook hópinn… þar gætum við nýtt tímann á undan staðlotunni til að kynnast aðeins betur.

 

Leave a Reply