Home › Forums › Um First Things Fast › Chapter One – Introduction › Reply To: Chapter One – Introduction
September 27, 2015 at 12:49 pm
#336
Hildur A. Ólafsdóttir
Participant
Eftir lestur á fyrsta kaflanum er ég því fegnust að munurinn á Performance Analysis og Training Needs Assessment verður útskýrður í köflunum sem koma á eftir 🙂 Ég er pínu óviss fyrir hvað Performance Analysis stendur og hvernig „það lítur út“. En bókin virðist vera praktísk og vel upp sett. Ég kannaðist við nokkur atriði þarna, t.d. þá tilhneigingu að leggja sig fram við að svara kalli um þjálfun sem fyrst, í stað þess að staldra við og ígrunda raunverulega þörf fyrir þjálfun og með hvaða hætti henni verður best mætt.