Reply To: Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients

Home Forums Almennar umræður um Þarfagreiningu Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients Reply To: Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients

#381
Eygló Ingadóttir
Participant

Í kaflanum “Meeting with the client” er fjallað um þetta þema. Þar er t.d. fjallað um að ráðgjafinn þurfi að vekja traust hjá fyrirtækinu, á því að hann geti aðstoðað það við að ná markmiðunum með þarfagreiningu og að ráðgjafinn þurfi að taka tillit til þeirrar menningar sem ríkir innan fyrirtækisins. Þarna er t.d. talað um að hann þurfi að vera menningarnæmur (cultural sensitivity), sem er skemmtilegt hugtak!
Á bls. 28 er pýramídi sem sýnir Cultural Observation, sem gagnlegt getur verið að nýta sér þegar verið er að huga að þessum málum innan fyrirtækja. Efst í pýramídanum eru atriði eins og árekstrar vegna hefða, í miðjunni eru atriði eins og jákvæðni, metnaður og of lítil gagnrýni og neðst eru atriði eins og illa skilgreind störf, skipulagsleysi og fleira.
Ég er bara að spá í hvort þarfagreining sé eitthvað öðruvísi en önnur ráðgjafastörf hvað þetta varðar? Þarf ekki alltaf að skapa traust og vera næmur fyrir því umhverfi sem maður kemur inn í?