Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients

Home Forums Almennar umræður um Þarfagreiningu Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
 • Author
  Posts
 • #375

  Ráðgjöf, ráðgjafa”stílar”: Sérfræðingurinn, Handlangarinn, samstarfsaðilinn.
  Samskipti milli ólíkra menningarheima.
  Um hlutverk fræðsluráðgjafans og siðferðileg álitamál tengd því.

  Here we will discuss the theme on Creating contacts with clients, reading material in chapter 6 in Rossetts book. Please share interesting links or articles here below;

  #381
  Eygló Ingadóttir
  Participant

  Í kaflanum “Meeting with the client” er fjallað um þetta þema. Þar er t.d. fjallað um að ráðgjafinn þurfi að vekja traust hjá fyrirtækinu, á því að hann geti aðstoðað það við að ná markmiðunum með þarfagreiningu og að ráðgjafinn þurfi að taka tillit til þeirrar menningar sem ríkir innan fyrirtækisins. Þarna er t.d. talað um að hann þurfi að vera menningarnæmur (cultural sensitivity), sem er skemmtilegt hugtak!
  Á bls. 28 er pýramídi sem sýnir Cultural Observation, sem gagnlegt getur verið að nýta sér þegar verið er að huga að þessum málum innan fyrirtækja. Efst í pýramídanum eru atriði eins og árekstrar vegna hefða, í miðjunni eru atriði eins og jákvæðni, metnaður og of lítil gagnrýni og neðst eru atriði eins og illa skilgreind störf, skipulagsleysi og fleira.
  Ég er bara að spá í hvort þarfagreining sé eitthvað öðruvísi en önnur ráðgjafastörf hvað þetta varðar? Þarf ekki alltaf að skapa traust og vera næmur fyrir því umhverfi sem maður kemur inn í?

  #383

  Ég held að þú hafir alveg hitt naglann á höfuðið Eygló, það er ábyggilega misjafnt hvernig ráðgjafi starfar og kannski er það þá frekar hverra hagsmuna hann er að gæta og hvort hann hefur áhuga/getu til þess að skapa sér gott orðspor. Það að hafa ekki traust í upphafi leiðir til þess að greininginn verður aldrei annað en yfirborðskennd, það verður ekki hægt að segja hlutina eins og þeir eru. Kannski geta aðrir þættir líka haft áhrif, t.d. þekking greinandans á efninu. Það er örlítið tekið á því í kaflanum með því að benda á að til þess að ná sem flestum þáttum og öðlast yfirsýnina þurfi mögulega að beita fleiri en einni aðferð í þarfagreiningunni, t.d. eins og að sætta sig ekki bara við viðtöl við fáa og/eða leggja einungis spurningalista fyrir.

  #394

  Mér þykir umfjöllun Rossett um það að setja sig inn í og skilja sjónarhorn viðmælenda mjög gott. Hvaðan koma þeir? Hverjar eru þeirra skoðanir á málinu? Hvað þykir yfirmönnum þeirra? Eru árekstrar þar á milli? Hefur möguleg niðurstaða þarfagreiningar áhrif á starf þeirra? Ef sú er reyndin er það örugglega til góðs? Vita viðmælendur afhverju er verið að spyrja þá út í starf þeirra og starfssemina? Hafa þeir slæma eða góða reynslu af slíku? Þetta finnast mér allt áhugaverðar og góðar ábendingar. Líka umfjöllunin um að koma hreint fram og leggja áherslu á góð og uppbyggileg samskipti. Einnig tekur Rossett fram að framkvæmd þarfagreiningar í fyrirtækjum getur valdið því að starfsmenn og yfirmenn upplifi það sem ógn og innrás á sinn vettvang. Mikilvægt að skapa traust og vinna með fólki, hafa það involverað í undirbúning og framvkæmd og fá alla með í að gera góðan vinnustað enn betri.

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.