Home › Forums › Almennar umræður um Þarfagreiningu › Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients › Reply To: Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients
Ég held að þú hafir alveg hitt naglann á höfuðið Eygló, það er ábyggilega misjafnt hvernig ráðgjafi starfar og kannski er það þá frekar hverra hagsmuna hann er að gæta og hvort hann hefur áhuga/getu til þess að skapa sér gott orðspor. Það að hafa ekki traust í upphafi leiðir til þess að greininginn verður aldrei annað en yfirborðskennd, það verður ekki hægt að segja hlutina eins og þeir eru. Kannski geta aðrir þættir líka haft áhrif, t.d. þekking greinandans á efninu. Það er örlítið tekið á því í kaflanum með því að benda á að til þess að ná sem flestum þáttum og öðlast yfirsýnina þurfi mögulega að beita fleiri en einni aðferð í þarfagreiningunni, t.d. eins og að sætta sig ekki bara við viðtöl við fáa og/eða leggja einungis spurningalista fyrir.