Reply To: Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients

Home Forums Almennar umræður um Þarfagreiningu Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients Reply To: Um það að skapa samband við viðskiptavini – on creating contacts with clients

#394

Mér þykir umfjöllun Rossett um það að setja sig inn í og skilja sjónarhorn viðmælenda mjög gott. Hvaðan koma þeir? Hverjar eru þeirra skoðanir á málinu? Hvað þykir yfirmönnum þeirra? Eru árekstrar þar á milli? Hefur möguleg niðurstaða þarfagreiningar áhrif á starf þeirra? Ef sú er reyndin er það örugglega til góðs? Vita viðmælendur afhverju er verið að spyrja þá út í starf þeirra og starfssemina? Hafa þeir slæma eða góða reynslu af slíku? Þetta finnast mér allt áhugaverðar og góðar ábendingar. Líka umfjöllunin um að koma hreint fram og leggja áherslu á góð og uppbyggileg samskipti. Einnig tekur Rossett fram að framkvæmd þarfagreiningar í fyrirtækjum getur valdið því að starfsmenn og yfirmenn upplifi það sem ógn og innrás á sinn vettvang. Mikilvægt að skapa traust og vinna með fólki, hafa það involverað í undirbúning og framvkæmd og fá alla með í að gera góðan vinnustað enn betri.