Flókið umhverfi á spítala

Home Forums Umræðusvæði um Handbókina Flókið umhverfi á spítala

Viewing 1 post (of 1 total)
  • Author
    Posts
  • #345
    Eygló Ingadóttir
    Participant

    Heil og sæl. Ég er nú búin að lesa þessa fínu handbók og finnst hún frábær. Mig langar til að pósta hér nokkrum pælingum sem komu upp við lestur hennar.

    Ég starfa á menntadeild Landspítala, en stórt sjúkrahús er í raun og veru eins og mörg fyrirtæki. Hver deild hefur að einhverjum hluta sömu þarfir og aðrar deildir en vegna sérhæfingar hefur hún líka sérþarfir. Þetta gerir þarfagreiningu mjög erfiða. Auk þess eru margar stéttir að starfs saman og þær hafa að einhverju leyti sömu þarfir en líka misjafnar.

    Annnað sem einkennir spítala, er að þar er fólk með mikla sérhæfingu. Þessir sérfræðingar eru líka í hlutverki kennara. Sumir eru frábærir sem slíkir en ekki allir. Hlutverk kennarans er líka að breytast. Hann er ekki lengur alvitur upplýsingaveita, sem “geislar” frá sér fræðunum og reynslunni sem nemendur “soga” síðan að sér, nota í praksís og gera aldrei mistök! Nú eru aðferðir eins og “simulation” að ryðja sér til rúms, en þar eiga nemendur að læra með æfingum sem færa þeim reynslu…. og mistök eru velkomin (í simulation), því þau færa hópnum lærdómstækifæri.

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.