Ágætis byrjun…

 

AgaetisByrjun

Það væri ágætis byrjun á námskeiðinu … að skapa sér yfirlit yfir viðfangsefnið: “Að greina fræðsluþarfir.”

Þess vegna bið ég ykkur um að byrja á því að skapa ykkur slíkt yfirlit með því að:

A) Skoða Handbók sem við Stig Skovby skrifuðum saman. (Það er best að vista hana fyrst á tölvunni sinni,  opna svo skjalið með Acrobat Reader, stilla skjalið á 100% og fletta svo í gegnum skjalið með því að smella á pílu sem er neðst á síðunni.)

B) Renna yfir almennt yfirlit eftir Sarah Cook sem hún skrifaði fyrir Training Journal. Þessar greinar eru ekki alveg nýjar, en þær gefa nokkuð gott yfirlit yfir verkefnið: Greining fræðsluþarfa. Það er líka ágætt að byrja á því að renna yfir þær.

Learning Needs Analysis

…. og búa sér svo sjálfur til hugarkort eða lista sem gefur gróft yfirlit yfir það sem þarfagrening felur í sér. Hafðu í huga við lesturinn og skrifin spurningar eins og “Hvað þyðir greining fræðsluþarfa í mínu samhengi?” og Hvað ætli ég þurfi að tileinka mér til að ná utan um verkefnið: Greining Fræðsluþarfa?

Við munum svo ræða bæði yfirlitið OG hæfniþættina sem þú greinir á fyrsttu staðlotunni.

Þangað til munum við vinna saman á vefnum, nota Facebook eða þennan vef til að kynnast aðeins betur og átta okkur í gegnum lestur og það að skrifast á í umræðuþráðunum hvað verkefnið Greining fræðsluþarfa felur í sér.

Á staðlotunni munum við svo ræða það í meiri dýpt og ákveða endanlega hvernig við vinnum saman á námskeiðinu.

6 thoughts on “Ágætis byrjun…

Leave a Reply