Robert Mager: Analizing Performance Problems

Wikis > > Robert Mager: Analizing Performance Problems
Lísa í undralandi: Afsakaðu, gætir þú sagt mér hvaða leið ég ætti að fara héðan frá?
Kötturinn: Það fer eftir því hvert þú ætlar þér að fara?
Lísa: Það skiptir mig nú ekki svo miklu máli
Kötturinn: Þá skiptir það þig ekki miklu máli hvert þú ferð, svo lengi sem þú ferð eitthvað.
Lísa: bara svo lengi sem ég enda einhverstaðar
svo lengi sem þú hættir ekki að ganga.

Þetta sögubrot úr Lísu í Undralandi kemur aðeins inn á það sem Robert Mager hefur verið að vinna að, ásamt því að vera óbeint kjarninn í mörgum af hans verkum.

Dr. Mager lagði stundir á nám við Háskólann í Ohio þar sem hann lauk fyrstu og annari gráðu og í framhaldinu lauk hann  doktorsgráðu í sálfræði frá Iowa Háskóla.

Það sem einkum hefur verið Mager hugleikið er skipulag, málsetning og hvernig hægt að sýna fram á að markmiðasetningu er náð. Mager hefur mikið komið að hönnun á fræðslu og hvernig best er að útfæra hana. Hugmyndir hans hafa ekki eingöngu náð fótfestu í almenna skólakerfinu heldur einnig verið notaðar á sviði mannauðsþróunar (Field of Human Resource Development). Hugmyndir Magers hafa fallið í góðan jarðveg í HRD umhverfinu og verið nýttar víðsvegar hjá stórum fyrirtækjum á alþjóðlegum vettvangi. Margar af hugmyndum hans hafa átt greiða leið inn á fyrirtækjamarkaðinn og verið liður í því að greina vandamál og gera frammistöðumat sem grunn að fræðsluinngripi.

Mager hefur verið í samstarfi með öðrum fræðimönnum og má þá nefna Peter Pipe sem er meðhöfundur í bókinni. Analyzing Performance Problems.. Bókin er hluti af flokki sex bóka skrifuðum af Mager og setja höfundar efni hennar upp í takt við flæðirit sem þeir hafa dregið upp af greiningarferlinu. Bókinni er ætlað að leiðbeina með framkvæmd greiningar á frammistöðu starfsmanna og hvort þörf sé á inngripi til að bæta frammistöðu. Í þeirri bók er bent á að ástæður misræmis í frammistöðu geti verið allt aðrar en þörf fyrir þjálfun og kennslu og því sé nauðsynlegt að skoða alla áhrifaþætti áður en farið er út í að hanna námsferli.

Mager var driffjöður í hugmyndafræðinni um „instructional objectives“ eða atferlismarkmið. Segja má að með útgáfu bókarinnar „Preparing Instructional Objectives, sem fyrst var gefin út 1962, hafi hornsteinninn verið lagður að hugmyndafræðinni hans. Inntakið í hugmyndafræðinni var að gefa nemandanum greinagóða lýsingu á því hverju væri ætlast af þeim og leggja áherslu á:

a) nemandinn viti hvaða verkefni hann eigi að leysa

b) með hvaða hætti hann á að leysa það og með hverju

c) hvaða markmiðum þarf hann að ná til að geta sýnt fram á kunnáttu og til að verkið sé fullklárað.

Mager leggur áherslu á vel skipulagða kennslu til að tryggja að námsefnið komist til skila til nemandans. Ólíkt Lísu í Undralandi, þá vill Mager vera viss um hvert förinni sé heitið og áfangastaðurinn er jú að nemendur læri það sem þeim er kennt.

Hugmyndir Magers leggja upp með að auðvelt sé að mæla hvort námsmarkmiðunum séu náð með því að nýta eiginleika atferlismarkmiða. Hugmyndin á bakvið atferlismarkmiðin er sú að þegar hanna á námskeið eða skipuleggja kennslu, er mikilvægt að ákveðin greiningarvinna hafi átt sér stað. Greiningarvinnunni er ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir hönnun námsferlis og Mager hvetur til að öll undirbúningsvinna sé vel unnin bæði fyrir greininguna sjálfa og hönnun námsferla.

Heimildir og slóðir til frekari upplýsinga:

Háskólinn í Arkansas, Little Rock, USA. Sótt 2. nóvember 2013: http://www.uams.edu/oed/resources/objectives.asp#abcds

CommLab Indi. West Marredpally. Andhra Pradesh, India. Sótt 2. nóvember 2013: http://www.commlabindia.com/elearning-articles/robert_magers_learning_objectives.php

Flow kortið hans Magers:

http://cepworldwide.com/wp-content/uploads/2011/09/Performance-Analysis-Flowchart-06_2010.pdf

Mager R.,F. (2005) Preparing Instructional Objectives: A Critical Tool in the Development of Effective Instruction (3 útg.). Center for Effective Performance. USA

Mager R.,F & Pipe P. (May 1997) Analyzing Performance Problems: Or, You Really Oughta Wanna–How to Figure out Why People Aren’t (3 útg.) Doing What They. Center for Effective Performance. Atlanta. USA

Tags: