Mjökumst í gang… ;-)

Námskeiðið Greining fræðsluþarfa í símenntun er að fara í gang… Við hittumst fyrst á stuttum fundi þriðjudaginn 1. september kl. 17 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð stofu H101 eða í beinni útsendingu hér.  ==> Lestu þetta ef þú ætlar að vera með á línunniMacedonia Grunge Flag

Það fyrsta sem nemendur á námskeiðinu ættu að gera er að skrá sig sem notendur á í þetta vefumhverfi námsbrautarvef námsbrautarinnar “Nám fullorðinna” (eða skrá þig inn ef þú ert þegar skráð/ur á vefinn ==> sjá meðlimalistann)

Sömuleiðis er sniðugt að sækja um aðild að Facebook hópi námskeiðsins.

Svo er málið að byrja að kynna sér efnið og taka þátt í litlum einföldum verkefnum sem birtast hér á vefnum eða í Facebook hópnum 😉

Þessi vefur verður námskeiðsvefur námskeiðsins og eru nemendur beðnir um að skrá sig sem notendur á honum.

Á námskeiðinu notum við sama vefinn í nokkur skipti, þannig það safnast saman efni frá nemendum og kennurum, sem kemur næsta hóp vonandi að góðum notum. Á vefnum má finna efni frá nemendum sem sóttu námskeiðið fyrir tveimur árum. Skoðaðu endilega vefinn og kynntu þér efnið. Við hittumst svo 1. september kl. 17 á stuttum fundi til að hefja námskeiðið og samvinnuna.

Leave a Reply