Það væri ágætis byrjun á námskeiðinu … að skapa sér yfirlit yfir viðfangsefnið: “Að greina fræðsluþarfir.”
Þess vegna bið ég ykkur um að byrja á því að skapa ykkur slíkt yfirlit með því að:
A) Skoða Handbók sem við Stig Skovby skrifuðum saman. (Það er best að vista hana fyrst á tölvunni sinni, opna svo skjalið með Acrobat Reader, stilla skjalið á 100% og fletta svo í gegnum skjalið með því að smella á pílu sem er neðst á síðunni.)
B) Renna yfir almennt yfirlit eftir Sarah Cook sem hún skrifaði fyrir Training Journal. Þessar greinar eru ekki alveg nýjar, en þær gefa nokkuð gott yfirlit yfir verkefnið: Greining fræðsluþarfa. Það er líka ágætt að byrja á því að renna yfir þær.
Learning Needs Analysis
- PART 1: What is Learning Needs Analysis?
- PART 2: Linking Learning Needs Analysis to business
- PART 3: Timing your Learning Needs Analysis
- PART 4: Planning the Learning Needs Analysis project
- PART 5: Learning Needs Analysis methods
- PART 6 Analysing the job
…. og búa sér svo sjálfur til hugarkort eða lista sem gefur gróft yfirlit yfir það sem þarfagrening felur í sér. Hafðu í huga við lesturinn og skrifin spurningar eins og “Hvað þyðir greining fræðsluþarfa í mínu samhengi?” og “Hvað ætli ég þurfi að tileinka mér til að ná utan um verkefnið: Greining Fræðsluþarfa?”
Við munum svo ræða bæði yfirlitið OG hæfniþættina sem þú greinir á fyrsttu staðlotunni.
Þangað til munum við vinna saman á vefnum, nota Facebook eða þennan vef til að kynnast aðeins betur og átta okkur í gegnum lestur og það að skrifast á í umræðuþráðunum hvað verkefnið Greining fræðsluþarfa felur í sér.
Á staðlotunni munum við svo ræða það í meiri dýpt og ákveða endanlega hvernig við vinnum saman á námskeiðinu.
Hvaða tímasetning verður á staðlotum? Þær eru ekki komnar í Ugluna hjá mér.
Fann þetta!
Jæja, þá er 1. september og ég er loksins komin inn í þetta kerfi. Mér líst mjög vel á að nota fb-vefinn heilmikið. Hann er manni ekkert framandi!
Sæll Hróbjartur, ég vistaði Handbókina en hún birtist bara sem ein síða hjá mér.
þetta er skrítið PDF Skjal. Ertu búin að prófa grænu píluna til að fletta, eða ertu með nýjan Acrobat Reader ?
Þetta gekk núna!